FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2017
3.2 Innstæður í erlendum bönkum
Hér skal færa innstæður í erlendum bönkum. Þær færast til eignar í íslenskum krónum á kaupgengi í árslok, í reit 321. Vaxtatekjur af þeim færast, þegar þær eru lausar til ráðstöfunar, í reit 322.
Upplýsingar um gengi gjaldmiðla má fá á heimasíðu Seðlabankans, sedlabanki.is