FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2017
3.3 Innlend og erlend verðbréf og kröfur. Stofnsjóðsinneign
Innlend og erlend verðbréfaeign, t.d. skuldabréf, hlutdeildarskírteini, víxlar, stofnfjáreign o.fl. færist hér. Eignir þessar skal færa á nafnverði að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum í árslok.
Hlutdeildarskírteini teljast til eignar á gengi í árslok, en verðbréf sem skráð eru í kauphöll skal þó telja til eignar á kaupgengi kauphallar í árslok, sjá töflu yfir gengi hlutdeildarskírteina í 8.1.3.
Eignir í erlendum gjaldmiðlum teljast til eignar í íslenskum krónum á kaupgengi í árslok.
Hér skal færa eignarhlut í sameignarfélögum og samlagsfélögum. Hér skal einnig færa stofnsjóðsinneignir hjá samvinnufélögum. Þær skal telja fram á nafnverði. Vaxtatekjur skal telja til tekna þegar þær eru lausar til ráðstöfunar.
Greiðslukræfar vaxtatekjur færast til tekna í reit 36 og staðgreiðsla af þeim í reit 302. Afföll af kröfum færast til tekna með hlutfallslegri fjárhæð ár hvert eftir afborgunartíma kröfunnar.
Gera skal grein fyrir sölu og/eða innlausn verðbréfa á eyðublaðinu Sala/innlausn verðbréfa RSK 3.15. Sjá nánari skýringar í kafla 7.7. Niðurstöður af því eyðublaði færast í lið 3.3 (gerist sjálfkrafa í vefframtali). Vextir af hlutdeildarskírteinum færast til tekna þegar þeir eru lausir til ráðstöfunar.
Gengishagnaður
Til tekna skal færa gengishagnað á hverja úttekt af reikningi eða afborgun af kröfu í erlendri mynt. Heimilt er að jafna saman gengishagnaði og gengistapi af sama innlánsreikningi innan ársins.
Söfnunartryggingar
Söfnunartryggingar, þar með taldar söfnunarlíftryggingar, teljast einnig til eignar undir lið 3.3. Vexti, arð og aðra ávöxtun af slíkum tryggingum skal almennt telja til tekna þegar tekjurnar koma til greiðslu. Ef ekki er heimild í söfnunartryggingarsamningi til að innleysa innstæðuna á samningstímanum án uppsagnar mynda áfallnar vaxtatekjur fyrst skattstofn þegar samningstíminn er liðinn,annars á því tímamarki sem fyrst er hægt að krefjast greiðslu sparnaðarins og vaxta á hann.
Séreignasjóður
Inneign í lífeyirssjóði sem fengið hefur staðfestingu á Íslandi færist ekki til eignar á framtali.
Kaupleiguíbúðir - búseturéttur
Inneign í lífeyirssjóði sem fengið hefur staðfestingu á Íslandi færist ekki til eignar á framtali.
Kaupleiguíbúðir - búseturéttur
Kröfur á hendur viðurkenndum sjálfseignarstofnunum, sem samhliða veita kröfuhafa íbúðarrétt, skal telja til eignar undir lið 3.3. Sé krafan hærri en fasteignamat viðkomandi íbúðar er heimilt að telja kröfuna til eignar á fasteignamati.
Innlausnarverð búseturéttar/eignarhluta er áritað undir þessum lið á vefframtalinu.