Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 23.11.2024 08:02:04


Ξ Valmynd

8.3.4  Útreikningur barnabóta

Barnabætur eru tekjutengdar en ekki eignatengdar. Þær eru ákvarðaðar samkvæmt skattframtali og greiddar eftirá. Barnabætur er greiddar með börnum til 18 ára aldurs. Á árinu 2024 eru greiddar bætur með börnum sem fædd eru á tímabilinu 2006-2023. Við ákvörðun barnabóta 2024 er miðað við fjölskyldustöðu eins og hún er í þjóðskrá 31. desember 2023. Þannig fær sá sem hefur barnið hjá sér í árslok 2023 barnabæturnar og skiptir þá ekki máli hvort barnið hafi verið á framfæri hans allt árið eða hluta úr ári. Ef samið hefur verið um skipta búsetu barns greiðast hálfar barnabætur vegna þess barns til hvors foreldris fyrir sig, m.v. fjölskyldustöðu viðkomandi foreldris.
  
Óskertar barnabætur hjóna eru:
Með hverju barni kr.

328.000

Viðbót vegna barna yngri en 7 ára (fædd 2017 - 2023) kr.

130.000

 
Óskertar barnabætur einstæðra foreldra:
Með hverju barni kr.

489.000

Viðbót vegna barna yngri en 7 ára (fædd 2016 - 2022) kr.

130.000

Skerðing vegna tekna reiknast þannig: Af tekjustofni* umfram 11.000.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki og umfram 5.500.000 kr. hjá einstæðu foreldri skerðast barnabæturnar um 4% með öllum börnum óháð fjölda þeirra. Flöt 4% skerðing fyrir eitt barn eða fleiri (ekki 4% fyrir eitt barn, 8% fyrir tvö börn o.s.frv.!).

Viðbótarbarnabætur vegna barna yngri en 7 ára skerðast um 4%, með hverju barni, af tekjustofni umfram 11.000.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki og umfram 5.500.000 kr. hjá einstæðu foreldri. (8% skerðing fyrir tvö börn, 12% fyrir þrjú börn o.s.frv.).

* Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að allar fjármagnstekjur eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum.
 
Dæmi: Hjón með tvö börn, 5 og 10 ára.
Samanlagður tekjustofn hjóna kr.

13.000.000

Skerðingarmörk vegna tekna kr.

11.000.000

Stofn til skerðingar        kr.

2.000.000

     
Óskertar barnabætur (328.000 + 328.000) kr.

656.000

Skerðing vegna tekna (4% af 2.000.000) kr.

-80.000

Viðbót vegna barna yngri en 7 ára kr.

130.000

Skerðing vegna tekna (4% af 2.000.000) kr.  -80.000
Barnabætur verða kr.

626.000

Barnabætur skiptast jafnt á milli hjóna og verða kr. 313.000 hjá hvoru. Hjá sambúðarfólki sem á rétt á samsköttun reiknast barnabætur alltaf eins og hjá hjónum, hvort sem þau skila sameiginlegu framtali eða ekki.
 
Fyrirframgreiðsla barnabóta
Fyrirframgreiðslan nemur 50% af áætluðum barnabótum ársins og greiðist með tveimur jöfnum greiðslum, 1. febrúar og 1. maí. Við ákvörðun á fyrirframgreiðslu er tekið mið af upplýsingum úr staðgreiðsluskrá um launatekjur framfæranda. Við uppgjör í júní er fyrirframgreiðslan dregin frá barnabótum eins og þær eru ákvarðaðar í álagningu. Eftirstöðvar eru greiddar út 1. júní og 1. október.

 

Fara efst á síðuna ⇑