Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 21.11.2024 11:46:55


Ξ Valmynd

8.5.4  550500-3530 Glitnir banki hf

550500-3530 Glitnir banki hf
Margir hluthafar í Glitni hf. keyptu hlutabréf í Íslandsbanka þegar kaup á hlutabréfum í félaginu veittu rétt til skattafrádráttar. Hafir þú keypt hlutabréf í Íslandsbanka og fengið hámarks frádrátt frá tekjuskattsstofni fyrir kaupin, þá má sjá í þessari töflu hver fjárhæðin var sem veitti hámarks skattafrádrátt á hverju ári.
 
Þá hafa margir hluthafar í Glitni hf. eignast hlutabréfin í gegnum kaup í Fjárfestingabanka atvinnulífsins hf. Á árinu 1998 var hlutafé ríkisins í FBA selt. Sölugengi hlutafjárins var 1,4. FBA og Íslandsbanki sameinuðust síðan á árinu 2000. Hluthafar í Íslandsbanka fengu hlutabréf í hinu sameinaða félagi að nafnverði 1,32416 sinnum það sem þeir áttu í Íslandsbanka. Hluthafar í FBA fengu hlutabréf að nafnverði 0,76905 sinnum það sem þeir áttu í FBA.
 

 

Fara efst á síðuna ⇑