Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 13.10.2024 23:58:55


Ξ Valmynd

2.9.3  Ađrar skattfrjálsar greiđslur

C: reitur 73:      Aðrar skattfrjálsar greiðslur

  • Dánarbætur tryggingafélaga og dánarbætur sjúkrasjóða stéttarfélaga sem ákveðnar eru og greiddar í einu lagi.
  • Dvalar- og ferðastyrkir til jöfnunar á námskostnaði.
  • Heiðurslaun - heiðursverðlaun. Bókmennta-, tónlistar- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs ásamt norrænu leikskáldaverðlaununum eru undanþegin skattskyldu.
  • Húsnæðisbætur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sérstakur húsnæðisstuðningur (húsaleigubætur) frá sveitarfélögum.
  • Miskabætur og skaðabætur, greiddar vegna eignatjóns eða sem eingreiðsla vegna varanlegrar örorku.
  • Styrkir. Olíustyrkur, styrkur til tækjakaupa fatlaðra og styrkur úr húsfriðunarsjóði.
  • Samskotafé vegna veikinda eða slysa.
  • Styrkir til foreldra frá sveitarfélögum til að annast barn heima. Hér er átt við svokallaðar heimagreiðslur sem koma í stað niðurgreiðslu á dagvistun.
  • Styrkir til foreldra frá Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum.
  • Úttekt úr samlags- og sameignarfélögum.

 

Fara efst á síđuna ⇑