Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 19.4.2024 05:45:48


Ξ Valmynd

2.6.8  Frádráttur vegna gjafa/framlaga til skráđra almannaheillafélaga

Einstaklingur getur fengið skattfrádrátt (lækkun á tekjuskattsskattstofni) allt að 350 þús. krónum á ári, vegna gjafa og framlaga til félaga sem eru skráð á almannaheillaskrá Skattsins.

Móttakendur gjafa og framlaga, sem skráðir eru á almannaheillaskrá, þurfa að gefa út kvittun fyrir móttöku þar sem m.a. kemur fram nafn og kennitala gefanda og fjárhæð framlags. Að ári loknu þarf móttakandi að skila upplýsingum um móttekin framlög ársins til Skattsins og á grundvelli þeirra gagnaskila verður frádráttur áritaður á framtöl gefenda (reitur 155 í kafla 2.6 á tekjusíðu framtals).

Til þess að einstaklingur fái frádrátt þurfa gjafir/framlög hans á árinu að vera a.m.k. 10 þúsund krónur. Hámarks frádráttur er 350 þúsund krónur. Frádráttur þessi er ekki millifæranlegur hjá hjónum/sambúðarfólki.

 

Fara efst á síđuna ⇑