Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 1.12.2024 17:45:02


Ξ Valmynd

3.13  Arður og söluhagnaður hlutabréfa á markaði í frítekjumarki fjármagnstekna

Frá og með framtali 2021 (tekjuári 2020) bætist arður og söluhagnaður hlutabréfa á skipulegum verðbréfamarkaði inn í frítekjumark fjármagnstekna. Í framtalinu er arði frá íslenskum hlutafélögum sem voru skráð á skipulegum verðbréfamarkaði á árinu 2020 safnað saman af eyðublaðinu RSK 3.19 og sú fjárhæð birt í upplýsingaskyni í sérstökum reit neðst á fjármagnstekjusíðu framtalsins. Reiturinn birtist aðeins ef um er að ræða slíkan arð á RSK 3.19 blaðinu.

Á sama hátt er söluhagnaði vegna hlutabréfa íslenskra hlutafélaga sem voru skráð á skipulegum verðbréfamarkaði á árinu 2020 safnað saman af eyðublaðinu RSK 3.19 og sú fjárhæð birt í upplýsingaskyni í sérstökum reit neðst á fjármagnstekjusíðu framtalsins. Reiturinn birtist aðeins ef um er að ræða slíkan söluhagnað á RSK 3.19 blaðinu.

Til einföldunar er gengið út frá því að öll erlend hlutabréf á hlutabréfablaðinu RSK 3.19 séu skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, og því er allur arður og söluhagnaður slíkra bréfa tekinn með í frítekjumark fjármagnstekna. Arðinn má sjá í reit 324 í kafla 3.6 á framtalinu, en söluhagnaðurinn kemur með söluhagnaði íslenskra bréfa á markaði og birtist í sérstökum upplýsingareit neðst á fjármagnstekjusíðu framtalsins. Reiturinn birtist aðeins ef um er að ræða slíkan söluhagnað á RSK 3.19 blaðinu.

Athuga ber að söluhagnaður sem tekinn er inn í frítekjumark fjármagnstekna getur ekki orðið hærri fjárhæð en sá nettósöluhagnaður (söluhagnaður mínus sölutap allra hlutabréfa) sem fram kemur í reit 164 í kafla 3.8 á framtalinu. Sá söluhagnaður hlutabréfa sem fer inn í frítekjumark fjármagnstekna er því lægri talan af fjárhæðinni í reit 164 eða summu söluhagnaðar íslenskra hlutabréfa á skipulegum verðbréfamarkaði + söluhagnaði allra erlendra hlutabréfa.

Ef framteljandi veit að arður eða söluhagnaður erlends félags á RSK 3.19 stafar frá félagi sem ekki er á skipulegum verðbréfamarkaði, þarf hann að leiðrétta fjárhæðina sem fer inn í frítekjumark fjármagnstekna í sérstökum leiðréttingarreit, sem birtist neðst á fjármagnstekjusíðu framtalsins ef til staðar er arður eða söluhagnaður erlendra hlutabréfa. Villuprófun í framtalinu gefur villu ef slík innfærð leiðrétting er umfram arð og söluhagnað af erlendum hlutabréfum.

Svona lítur þetta út í netframtalinu:

Neðangreind íslensk hlutafélög voru skráð á skipulegum verðbréfamarkaði (Kauphöllinni eða First North markaðnum) á árinu 2020:

Kennitala

Nafn

5810080150

Arion banki hf.

5411850389

Brim hf.

5909023730

Eik fasteignafélag hf.

6904090460

Eimskipafélag Íslands hf.

5402062010

Festi hf.

6702032120

Hagar hf.

5901693079

Hampiðjan hf.

4403151190

Heimavellir hf.

6110881329

Iceland Seafood International hf.

6312051780

Icelandair Group hf.

4906171320

Kaldalón hf.

6309141080

Klappir Grænar Lausnir hf.

5405022930

Kvika banki hf.

6204830369

Marel hf.

5302922079

Origo hf.

6301091080

Reginn hf.

7112080700

Reitir fasteignafélag hf.

4602070880

Síminn hf.

6509091270

Sjóvá-Almennar tryggingar hf.

5902691749

Skeljungur hf.

6002692089

Sláturfélag Suðurlands svf.

4709051740

Sýn hf.

6602692079

TM hf.

6906892009

Vátryggingafélag Íslands hf.

 

Fara efst á síðuna ⇑