Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 19.4.2024 02:22:11


Ξ Valmynd

3.6  Hlutabréf í erlendum hlutafélögum

Í þessum kafla færast erlend hlutabréf skv. eyðublaði RSK 3.19 Hlutabréfaeign – kaup og sala. Nafn hlutafélags og í hvaða landi það er færist á eyðublaðið. Hlutabréfin eru eignfærð á nafnverði, en ef nafnverð er ekki þekkt eru bréfin færð til eignar á kaupverði. Hafi verið greiddur skattur af arði erlendis skal gera grein fyrir því í athugasemdum í lið 1.4 á forsíðu framtals og láta fylgja með gögn því til staðfestingar. Unnt er að skila skönnuðum skjölum með vefframtali. Færa skal nafnverð og kaupverð hlutabréfa sem útgefin eru í erlendum gjaldmiðli á kaupgengi eins og það var þegar hlutabréfin voru keypt.   Nafnverð og kaupverð er því óbreytt í krónutölu á milli ára meðan ekki er um kaup, sölu eða aðra breytingu á eignarhluta í félaginu að ræða.  Arð skal færa á kaupgengi þess tíma þegar hann var greiddur út.
Ef um er að ræða tekjuskattskvöð í árslok (ef erlent hlutabréf hefur verið keypt á undirverði), er hægt að gera grein fyrir henni.
 
Upplýsingar um gengi gjaldmiðla má fá á heimasíðu Seðlabankans, sedlabanki.is

 

Fara efst á síðuna ⇑