Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 24.11.2024 03:11:23


Ξ Valmynd

1.8.3.1  Vinnsla, villuprófun og sending

Hægt að geyma framtalið
Meðan á framtalsgerð stendur má vista innskráðar upplýsingar og því auðvelt að vinna framtalið í áföngum. Upplýsingarnar eru vistaðar á netþjóni en ekki á vél notandans.
 
Villuprófun
Á meðan unnið er við útfyllingu framtals er alltaf hægt að biðja um villuprófun. Þá koma á skjáinn upplýsingar um villur eða ábendingar, meðal annars hugsanlega ónýtta frádráttarliði. Ef engar villur finnast má fá bráðabirgðaútreikning álagningar.
 
Sending - staðfesting
Þegar útfyllingu framtals er lokið er smellt á hnappinn Senda framtal . Þá kemur upp síða þar sem staðfesta þarf sendingu, hvort sem framteljandi notar veflykil eða rafræn skilríki. Sá sem notar veflykil þarf að slá hann inn og staðfesta sendinguna. Framtalið hefur þar með verið sent til Skattsins og er ekki hægt að opna það aftur eftir það nema sem PDF-skjal til skoðunar.
 
Þegar framtal hefur verið sent fær framteljandi kvittun á skjáinn, þar sem móttaka framtals er staðfest. Ef sendingin tekst ekki fær framteljandi ábendingu þar um ásamt upplýsingum um hvað veldur.
 
Þurfi framteljandi að skila með framtali viðbótargögnum, þ.e. öðrum en fram koma á framtali og í fylgiskjölum (t.d. vottorði), er mögulegt að senda þau sem viðhengi, t.d. skönnuð skjöl. Það skal gert í lok framtalsgerðarinnar þegar framtalið er sent. Einnig er hægt að senda viðbótargögn á þjónustusíðu.

 

Fara efst á síðuna ⇑