Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 19.3.2024 07:33:59


Ξ Valmynd

1.6  Fenginn arfur

Undir þessum lið eru áritaðar á framtalið upplýsingar um arf frá Fjársýslu ríkisins. Framteljandi þarf að yfirfara þær og eftir atvikum lagfæra eða bæta við.
 
 
Gera skal grein fyrir fengnum arfi í þessum lið, þ.m.t. fyrirframgreiddum arfi. Í fremsta reitinn skal tilgreina kennitölu arfláta. Ef arfláti hafði ekki íslenska kennitölu skal færa kennitöluna 999999-9999 í reitinn. Í næsta reit skal færa heildarfjárhæð fengins arfs og í síðasta reitinn skal færa greiddan erfðafjárskatt. Staðfesting á greiddum erfðafjárskatti, vegna arfs erlendis frá, þarf að fylgja framtalinu.
Arf erlendis frá skal færa í íslenskum krónum á kaupgengi á greiðsludegi.

 

Fara efst á síðuna ⇑