FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2021
1.8.7 Flutningar upplýsinga af sundurliðunarblaði á framtal
Ekki eru allar upplýsingar sem fram koma á sundurliðunarblaði áritaðar á framtal. Í einhverjum tilfellum eru upplýsingar birtar á sundurliðunarblaði framteljendum til upplýsingar og stuðnings við framtalsgerðina. Í öðrum tilvikum þurfa framteljendur sjálfir að taka afstöðu til þess hvaða kafla framtals upplýsingarnar tilheyra.
Til að einfalda framtalsgerðina enn frekar hafa upplýsingar, um fasteignir, lán frá Íbúðalánasjóði og ýmsum öðrum lánastofnunum, s.s. lífeyrissjóðum, verið fluttar á sérstakt svæði á sundurliðunarblaði með vefframtalinu þar sem framteljendur taka síðan afstöðu til þess hvar á framtali upplýsingarnar lenda.
Eftir atvikum þarf að velja í hvaða kafla framtals flytja á upplýsingarnar eða hvort flutningi er sleppt. Það gæti t.d. átt við í þeim tilvikum þegar eignir tilheyra rekstri eða hafa þegar verið færðar á framtal. Í hverjum kafla þarf bæði að merkja við þær upplýsingar sem þú vilt flytja á skattframtal og þær upplýsingar sem ekki á að flytja. Einungis er hægt að flytja upplýsingar einu sinni á framtal. Ekki er hægt að afturkalla flutning af sundurliðunarblaðinu, en eftir flutning er hægt að leiðrétta á framtalinu sjálfu.
Nánar: