Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 1.12.2024 18:12:09


Ξ Valmynd

7.19.1  Almennt um eyðublað RSK 4.21

Eyðublað RSK 4.21
Blaðið er ætlað fyrir þau félög sem eiga rétt á skattfrádrætti vegna kostnaðar sem lagt var í vegna nýsköpunarverkefna á árinu. Skilyrði er að verkefnið hafi hlotið staðfestingu Rannís, sbr. lög nr. 152 / 2009.

Hafi framteljandi með höndum fleiri en eitt verkefni, sem hlotið hafa staðfestingu Rannís, þarf að skila einu eyðublaði fyrir hvert verkefni.
Tilgreina þarf hvort um er að ræða þróunar- eða rannsóknarverkefni. Sérstakar reglur gilda um frádrátt vegna rannsóknarverkefna þar sem niðurstöðum verður dreift og þær birtar ókeypis og opinberlega. Auðkenna þarf þau verkefni með því að merkja á viðeigandi stað í efsta hluta blaðsins.
Samstarfsverkefni
Ef tvö eða fleiri ótengd nýsköpunarfyrirtæki standa saman að verkefni skal gera grein fyrir því á eyðublaði RSK 4.22.  Sjá kafla 7.19.4.

 

Fara efst á síðuna ⇑