Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 29.3.2024 12:38:52


Ξ Valmynd

4.10  Hvernig virkar þetta ef ég á ekki íbúð?

Ef þú átt ekki íbúð núna getur þú hvorki tekið út né greitt inn á neitt lán og þarft því ekki að sækja um strax.

Ef þú á hinn bóginn kaupir þér þína fyrstu íbúð eftir 1. júlí 2017 getur þú nýtt greidd iðgjöld í séreignarsjóð vegna launagreiðslna allt frá 1. júlí 2014 til kaupdags til að greiða hluta af verði fyrsta íbúðarhúsnæðis sem þú kaupir. Þú velur upphafsdaginn þegar þú sækir um. Heimildina má nýta í samfellt tíu ár og er háð ákveðnum skilyrðum og hámarki. Athugaðu að þú þarft að sækja um úttekt á séreignarsparnaði í síðasta lagi tólf mánuðum eftir undirritun kaupsamnings um fyrstu íbúð eða frá því að nýbygging fær fastanúmer í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.

 

Fara efst á síðuna ⇑