Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 26.4.2024 18:28:01


Ξ Valmynd

5.2  Hvað get ég fengið mikið útborgað?

Þú getur fengið greiddan út séreignarsparnað vegna launagreiðslna allt frá 1. júlí 2014 til þess dags sem þú undirritar kaupsamning um fyrstu íbúð í þinni eigu, eða þess dags sem nýbygging fær fastanúmer í fasteignskrá Þjóðskrár Íslands, í mest tíu ár. Hámark þess sem heimilt er að greiða út er 500.000 kr. á ári í samfellt tíu ár, eða 5.000.000 kr. yfir allt tímabilið. Þessar 500.000 kr. þurfa jafnframt að skiptast þannig að 333.000 kr. (4% framlag) séu þitt eigið iðgjald til séreignarsjóðsins og 167.000 kr. (2% framlag) frá launagreiðanda.

Ef þú hefur ekki náð að greiða í séreignarsjóð í samfellt tíu ár áður en þú kaupir þína fyrstu íbúð (talið lengst frá 1. júlí 2014) þá máttu taka út til kaupdags/skráningardags eignarinnar en eftir það er heimilt að ráðstafa framtíðariðgjöldum til greiðslu inn á veðlán. Samtals getur útborgun og greiðsla inn á veðlán tekið til iðgjalda af launagreiðslum í tíu ára samfellt tímabil.

 

Fara efst á síðuna ⇑