Leibeiningar um rafrn skil, stt 12.11.2019 09:01:05


Ξ Valmynd

5.3  Er einhver umsknarfrestur?

Umsókn vegna úttektar, eða greiðslu inn á veðlán, í tengslum við kaup á fyrstu íbúð þarf að berast í síðasta lagi tólf mánuðum eftir undirritun kaupsamnings. Ef um er að ræða nýbyggingu þarf umsókn að berast í síðasta lagi tólf mánuðum eftir að eignin fær fastanúmer í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Berist umsókn ekki innan framangreindra fresta verður henni synjað.

Ef þú keyptir/byggðir þína fyrstu íbúð á tímabilinu 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2017 og nýttir eldri heimildir til úttektar á séreignarsparnaði en vilt færa þig yfir í nýja úrræðið þarftu að sækja um það fyrir lok árs 2017. Ef þú gerir það ekki fellur heimild til nýtingar á séreignarsparnaði niður miðað við 30. júní 2019.

 

Fara efst suna ⇑