Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.12.2024 06:46:30


Ξ Valmynd

7.1.2  RSK 4.11 Rekstrarskýrsla

Rekstrarskýrsla RSK 4.11 er ætluð einstaklingum í atvinnurekstri með veltu á bilinu kr. 1 milljón til kr. 20 milljónir (án vsk.). Þó er mönnum með lægri veltu heimilt að nota eyðublaðið.

Leiðbeiningar fyrir þetta eyðublað er hægt að nálgast á pdf-formi hér

Ef notaðar eru fyrnanlegar eignir í rekstrinum, laun eru greidd öðrum, framteljandi er með vsk.-númer eða aksturskostnaður er gjaldfærður, verður að nota RSK 4.11, jafnvel þó að veltan sé undir kr. 1.000.000. Fari ársveltan yfir kr. 20 milljónir þarf að nota skattframtal rekstraraðila RSK 1.04. Bændur eiga þó alltaf að skila landbúnaðarskýrslu, RSK 4.08, óháð veltu.

Fyrnanlegar eignir ber að færa á eignaskrá RSK 4.01 og verður að gæta þess að opna eignaskrána sem undirblað rekstrarskýrslu RSK 4.11. Ef eignaskrá var skilað rafrænt á síðasta ári, fyrir árið 2015, eru eignir í árslok 2015 nú áritaðar skv. henni. Ef eign er ranglega árituð skal ógilda hana með því að skrá x í dálk 4 fyrir ráðstöfun eignar. Gera skal grein fyrir þessari breytingu í athugasemdakaflanum neðst á eyðublaðinu.

Reiknað endurgjald, hagnaður, hrein eign eða skuldir umfram eignir, svo og staðgreiðsla af fjármagnstekjum, færast af þessu blaði á samræmingarblað RSK 4.05. Þar er hægt að færa inn ónotað tap frá fyrri árum og gera frekari grein fyrir skiptingu reiknaðs endurgjalds og sundurliðun tryggingagjaldsstofns. Af samræmingarblaðinu færast síðan fjárhæðir á persónuframtal.

Athugið að í byggingarstarfsemi, þar sem notuð er verklokaaðferð við uppgjör, er gerð krafa um skil á skattframtali rekstraraðila RSK 1.04, án tillits til veltu. Sama gildir ef fyrningar eða aðrir liðir víkja frá ákvæðum skattalaga.

 

Fara efst á síðuna ⇑