Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 30.12.2024 20:07:58


Ξ Valmynd

7.8.7  Lækkun vegna taps á útistandandi kröfum

Heimilt er að veita ívilnun verði framteljandi fyrir fjárhagstjóni vegna taps á útistandandi kröfum eða áfallinna ábyrgða, sem ekki tengjast atvinnurekstri. Ekki er veitt ívilnun vegna verðfalls eða taps á hlutabréfum eða verðbréfum.

Ívilnun er því aðeins veitt að tapið hafi skert gjaldþol umsækjanda verulega.

Í umsókn skal tilgreina hvers konar kröfu var um að ræða og hvers vegna lán var veitt, auk almennra upplýsinga um skuldara, lánstíma og fjárhæðir. Ef um áfallna ábyrgð var að ræða skal leggja fram ljósrit af upphaflega skuldabréfinu þar sem ábyrgðaryfirlýsingin kemur fram, ásamt gögnum sem sýna að ábyrgðaraðili hafi á þeim degi þegar í ábyrgð var gengið verið þess fullviss að lán yrði endurgreitt og að ábyrgð félli ekki á hann. Með umsókninni skal fylgja vottorð eða önnur gögn sem staðfesta tap kröfunnar, án möguleika til endurkröfu.

Sé um ábyrgðarskuldbindingu að ræða, þar sem greiðslur sem falla á framteljanda dreifast á fleiri en eitt ár, getur komið til lækkunar sem dreifist á allt að þrjú ár. Framteljandi þarf þá að sækja um ívilnun fyrir hvert ár.

 

 

Fara efst á síðuna ⇑