Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 19.4.2024 19:34:42


Ξ Valmynd

8.3.4  Útreikningur barnabóta

Barnabætur eru tekjutengdar en ekki eignatengdar. Þær eru ákvarðaðar samkvæmt skattframtali og greiddar eftirá. Barnabætur er greiddar með börnum til 18 ára aldurs. Á árinu 2017 eru greiddar bætur með börnum sem fædd eru á tímabilinu 1999-2016. Við ákvörðun barnabóta 2017 er miðað við fjölskyldustöðu eins og hún er í þjóðskrá 31. desember 2016. Þannig fær sá sem hefur barnið hjá sér í árslok 2016 barnabæturnar og skiptir þá ekki máli hvort barnið hafi verið á framfæri hans allt árið eða hluta úr ári.
  
Óskertar barnabætur hjóna eru:
Með fyrsta barni kr.

205.834

Með hverju barni umfram eitt  kr.

245.087

Viðbót vegna barna yngri en 7 ára (fædd 2010 - 2016) kr.

122.879


 
Óskertar barnabætur einstæðra foreldra:
Með fyrsta barni kr.

342.939

Með hverju barni umfram eitt  kr.

351.787

Viðbót vegna barna yngri en 7 ára (fædd 2010 - 2016) kr.

122.879


Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni* umfram kr. 5.400.000 og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram kr. 2.700.000. Sé um að ræða eitt barn skerðast barnabætur um 4% af tekjum umfram þessi mörk, ef börnin eru tvö um 6% og ef börnin eru þrjú eða fleiri um 8%. Viðbót vegna barna yngri en 7 ára skerðist um 4% með hverju barni, miðað við sömu tekjumörk.
 
* Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að allar fjármagnstekjur eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum.
 

Dæmi: Hjón með tvö börn, 5 og 10 ára.
Samanlagður tekjustofn hjóna kr.

6.000.000

Skerðingarmörk vegna tekna kr.

5.400.000

Stofn til skerðingar        kr.

600.000

     
Óskertar barnabætur (205.834 + 245.087) kr.

450.921

Skerðing vegna tekna (6% af 600.000) kr.

-36.000

Viðbót vegna barna yngri en 7 ára kr.

122.879

Skerðing vegna tekna (4% af 600.000) kr. -24.000
Barnabætur verða kr.

513.800

Barnabætur skiptast jafnt á milli hjóna og verða kr. 256.900 hjá hvoru. Hjá sambúðarfólki sem á rétt á samsköttun reiknast barnabætur alltaf eins og hjá hjónum, hvort sem þau skila sameiginlegu framtali eða ekki.
 
Fyrirframgreiðsla barnabóta
Fyrirframgreiðslan nemur 50% af áætluðum barnabótum ársins og greiðist með tveimur jöfnum greiðslum, 1. febrúar og 1. maí. Við ákvörðun á fyrirframgreiðslu er tekið mið af upplýsingum úr staðgreiðsluskrá um launatekjur framfæranda. Við uppgjör í júlí er fyrirframgreiðslan dregin frá barnabótum eins og þær eru ákvarðaðar í álagningu. Eftirstöðvar eru greiddar út 1. júlí og 1. október.

 

Fara efst á síðuna ⇑