Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 6.5.2024 05:03:41


Ξ Valmynd

7.21  Viðbót við auðlegðarskattsstofn vegna endurreiknings hlutabréfaeignar - RSK 3.23

Við álagningu opinberra gjalda 2012 skal leggja auðlegðarskatt á framtalsskyldar eignir skv. 72. gr. tekjuskattslaga, eins og þær eru í árslok 2011. Að auki kemur viðbót við auðlegðarskattsstofn sem leiðir af endurreikningi á verðmæti hlutabréfa í eigu framteljenda í lok árs 2010. Gera skal grein fyrir endurreikningnum á eyðublaði RSK 3.23.
Úr tekjuskattslögunum nr. 90/2003
Í ákvæði XXXIII til bráðabirgða í tekjuskattslögum, sem sett var með lögum 128/2009, er kveðið á um auðlegðarskatt. Hann skal leggja á „framtalsskyldar eignir skv. 72. gr. í lok áranna 2009, 2010 og 2011“ og er skatturinn lagður á gjaldárin 2010, 2011 og 2012.
Sérstakar reglur gilda um hlutabréfaeign einstaklinga, um það segir í 2. mgr. b-liðar:
Við ákvörðun auðlegðarskattsstofns skal telja hlutabréf í félögum sem skráð eru í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði fram á markaðsvirði í árslok. Sá sem á hlut í félagi sem ekki er skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði skal telja fram til auðlegðarskattsstofns hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé félagsins eins og það er talið fram í skattframtali félagsins skv. 1. mgr. þessa stafliðar. Þann hluta virðis eignarhluta í félagi sem reiknað er á framangreindan hátt sem umfram er nafnverð eða stofnverð skal telja fram í skattframtali 2011, 2012 og 2013.
Um útreikning skattsins segir í h-lið bráðabirgðaákvæðisins:
Auðlegðarskattur manna reiknast þannig: Af fyrstu 75.000.000 kr. af auðlegðarskattsstofni einstaklings og fyrstu 100.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðist enginn skattur. Af auðlegðarskattsstofni yfir þeim mörkum greiðast 1,50%. Auðlegðarskattsstofn vegna áranna 2009, 2010 og 2011 skal endurreikna við álagningu opinberra gjalda 2011, 2012 og 2013 með tilliti til viðbótareignar skv. b-lið. Sá mismunur sem myndast við þann endurreikning og er umfram viðmiðunarmörk 1. málsl. skal skattlagður við álagningu opinberra gjalda 2011, 2012 og 2013.
Fjárhæðir og skatthlutfall sem hér koma fram gilda um álagningu á þá viðbót við auðlegðarskattsstofn sem leiðir af endurreikningi á hlutabréfaeign í árslok 2010.

Nánar:

 

Fara efst á síðuna ⇑