Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 19.4.2024 05:36:06


Ξ Valmynd

4.1.3  Slysatrygging vegna heimilisstarfa

Á síðunni Mínar stillingar getur notandi gefið til kynna hvort hann óskar eftir slysatryggingu við heimilisstörf.

Áritun á framtal
Framvegis verður merking vegna slysatryggingar sótt á framtal fyrra árs, eða í stillingar á þjónustusíðu ef framteljandi hefur breytt ákvörðun sinni eftir skil framtals. Merkingunni er hægt að breyta á framtalinu og einnig í stillingum á þjónustusíðu eftir skil framtals, frá því rafræn framtalsskil hefjast, allt fram til 31. maí ár hvert.

Slysatrygging við heimilisstörf
Með því að merkja í þennan reit tryggir framteljandi sér rétt til slysabóta almannatrygginga vegna slysa við heimilisstörf, en það er sami réttur og vegna vinnuslysa. Slysabætur almannatrygginga eru:

  • slysadagpeningar,
  • greiðsla sjúkrakostnaðar eftir ákveðnum reglum,
  • örorkubætur ef slysið leiðir til örorku og
  • dánarbætur ef slysið veldur dauða innan tveggja ára frá því það varð.


Iðgjaldið er innheimt ásamt opinberum gjöldum, en það er 550 krónur árið 2018 og síðar. Tryggingin gildir frá 1. júní á framtalsári til 31. maí næsta árs á eftir. Slysatryggingin gildir því aðeins að framtali sé skilað á réttum tíma.

Nánari upplýsingar um þessa tryggingu er að finna á vef Sjúkratrygginga íslands www.sjukra.is

 

Tengdir kaflar:

Fara efst á síðuna ⇑