8.3.4 Útreikningur barnabóta
Með fyrsta barni | kr. |
248.000 |
Með hverju barni umfram eitt | kr. |
295.000 |
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára (fædd 2015 - 2021) | kr. |
148.000 |
Með fyrsta barni | kr. |
413.000 |
Með hverju barni umfram eitt | kr. |
423.000 |
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára (fædd 2015 - 2021) | kr. |
148.000 |
Skerðing vegna tekna reiknast í tveimur þrepum. Af tekjustofni* umfram 9.098.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki og umfram 4.549.000 kr. hjá einstæðu foreldri skerðast barnabæturnar um 4% með einu barni, 6% með tveimur börnum og 8% ef börnin eru þrjú eða fleiri.
Skerðingarhlutfallið hækkar í 5,5% með einu barni, 7,5% með tveimur börnum og 9,5% ef börnin eru þrjú eða fleiri, af þeim hluta tekjustofnsins sem er umfram 12.320.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki og umfram 6.160.000 kr. hjá einstæðu foreldri.
Viðbótarbarnabætur vegna barna yngri en 7 ára skerðast um 4%, með hverju barni, af tekjustofni umfram 9.098.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki og umfram 4.549.000 kr. hjá einstæðu foreldri.
Dæmi: Hjón með tvö börn, 5 og 10 ára.
Samanlagður tekjustofn hjóna | kr. |
10.198.000 |
Skerðingarmörk vegna tekna | kr. |
9.098.000 |
Stofn til skerðingar | kr. |
1.100.000 |
Óskertar barnabætur (248.000 + 295.000) | kr. |
543.000 |
Skerðing vegna tekna (6% af 1.100.000) | kr. |
-66.000 |
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára | kr. |
148.000 |
Skerðing vegna tekna (4% af 1.100.000) | kr. | -44.000 |
Barnabætur verða | kr. |
581.000 |