Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 23.7.2024 14:56:43


Ξ Valmynd

2.1  Laun og starfstengdar greiđslur

Í þennan lið færast hvers konar launagreiðslur. Séu launin ógreidd færast þau í þennan reit en einnig skal færa þau sem útistandandi kröfu í lið 3.3. Laun sem ekki hafa fengist greidd vegna gjaldþrots launagreiðanda skal ekki færa til tekna, en gera grein fyrir þeim í athugasemdum í lið 1.4. Greiðslur frá Ábyrgðasjóði launa ber að telja til tekna á greiðsluárinu. Sé launa aflað erlendis færast þau í lið 2.8 í reit 319, sjá nánari skýringar við þann reit.

Með launum er átt við, auk beinna launagreiðslna, hvers konar starfstengdar greiðslur, svo sem eftirlaun frá vinnuveitanda, fargjaldagreiðslur og flutningspeninga, fata-, fæðis-, nestis- og verkfærapeninga, fæðingarorlof, húsaleigu- og orkustyrk frá launagreiðanda og landgöngufé, risnufé og símastyrk.

Hér skal einnig færa foreldragreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins.

Alltaf skal tilgreina kennitölu launagreiðanda í kafla 2.1 á framtali.

 

Fara efst á síđuna ⇑