Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 23.7.2024 14:39:15


Ξ Valmynd

2.2  Ökutćkjastyrkur, dagpeningar og hlunnindi

Hér skal færa ökutækjastyrk, dagpeninga og hlunnindi.

Almennt um hlunnindi
Telja ber til tekna hvers konar gæði sem mönnum hlotnast og metin verða til peningaverðs, og skiptir þá ekki máli hvaðan þau stafa eða í hvaða formi þau eru. Á það t.d. við um fatnað, fæði, bifreiðir, húsnæði, fríar ferðir, áskriftir fjölmiðla, tryggingar, síma, tölvur, svo og framlög og gjafir. Kaupauka í formi þess að launagreiðandi veitir launþega sínum umbun með gjöf vegna starfsaldurs launþegans eða sem verðlaun fyrir frammistöðu ber einnig að telja til tekna sé verðmæti kaupaukans hærra en almennt gerist um tækifærisgjafir.

Nánar:

 

Fara efst á síđuna ⇑