Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 19.1.2021 15:15:58


Ξ Valmynd

4.24  Ég keypti mína fyrstu íbúð í ágúst 2014 og tók út séreignarsparnað og ráðstafaði inn á lán, en er nú að selja íbúðina og kaupa aðra í staðinn. Hver er mín staða?

Ef þú kaupir aðra íbúð í stað hinnar fyrstu innan tólf mánaða þá getur þú átt rétt á að ráðstafa séreignarsparnaði inn á nýja veðlánið. Skilyrði er einnig að þú gerir þessar breytingar innan tíu ára frá því að þú ráðstafaðir séreignarsparnaði þínum fyrst vegna fyrstu íbúðarkaupanna.

Athugaðu að ef þú tókst t.d. út vegna launagreiðslna frá 1. júlí 2014 þegar þú keyptir þína fyrstu íbúð þá teljast tíu árin frá þeim tíma.

 

Fara efst á síðuna ⇑