Leibeiningar um rafrn skil, stt 12.11.2019 09:25:36


Ξ Valmynd

5.13  arf g a skja um strax byrjun?

Þú þarft að sækja um útborgun á séreignarsparnaði innan 12 mánaða frá undirritun kaupsamnings um þína fyrstu íbúð. Sama gildir um ráðstöfun inn á veðlán. Ef um er að ræða nýbyggingu þarftu að sækja um innan 12 mánaða frá því að eignin fær fastanúmer í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Þú velur sjálfur frá hvaða tímamarki tekið er út til kaupdags/skráningardags en greiðsla inn á veðlán miðast við iðgjöld af launagreiðslum frá og með umsóknarmánuði.

Ef þú keyptir/byggðir þína fyrstu íbúð á tímabilinu 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2017 og hefur nýtt eldri heimildir til að ráðstafa séreignarsparnaði vegna þess þarftu að sækja um að flytjast yfir í nýju leiðina fyrir árslok 2017. Sama gildir þótt þú hafir ekki nýtt þér að taka út/ráðstafa inn á lán samkvæmt eldri reglum þótt þú hafir keypt fyrir 1. júlí 2017 ef þú vilt gera það núna.

 

Fara efst suna ⇑