Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 8.7.2020 06:37:46


Ξ Valmynd

1.8.7.1  Fasteignir skv. yfirliti Ůjˇ­skrßr - Sundurli­unarbla­

Mögulegt er að fasteignir þeirra einstaklinga sem stunda rekstur séu ekki áritaðar á skattframtal. Þess í stað eru þær birtar í þessum kafla á sundurliðunarblaði. Hjá hjónum og samsköttuðu sambýlisfólki eru upplýsingarnar birtar í sérstökum kafla fyrir hvort þeirra.
 
Fyrir hverja fasteign þarf að taka afstöðu til þess hvort flytja á upplýsingarnar á skattframtal eða ekki.
 
Hægt er að velja um hvort flytja á upplýsingarnar í kafla 4.1 á framtali eða ekki. Valið ræðst af því hvort um er að ræða fasteignir sem tengjast rekstri framteljanda eða ekki.
 
Ef valið er að flytja upplýsingarnar á framtal, er sú aðgerð framkvæmd næst þegar síðan er vistuð. Síða er vistuð þegar önnur síða er valin eða smellt er á vista/geyma framtalið í valmyndinni. Allar leiðréttingar eftir flutning verða að eiga sér stað á framtalinu sjálfu.
 
Ef valið er að sleppa, þ.e. að flytja upplýsingarnar ekki á framtalið, er hægt að breyta þeirri ákvörðun síðar.
 
Athugaðu að summutala í reit 314 sýnir samtölu færslna sem valdar hafa verið til flutnings á framtalið óháð dagsetningu flutnings, þ.e. heildartalan er sýnd þrátt fyrir að hluti upplýsinganna hafi verið fluttur áður.

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑