Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 24.11.2024 02:07:12


Ξ Valmynd

7.4.2  Söluhagnaður vegna íbúðarhúsnæðis

Hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis í eigu manns er mismunur söluverðs, þegar sölukostnaður hefur verið dreginn frá, og stofnverðs, þ.e. kostnaðar- eða kaupverðs. Þar sem ákvæði um verðleiðréttingar hafa verið felld niður úr skattalögum er aðeins heimilt að framreikna stofnverð við útreikning söluhagnaðar íbúðarhúsnæðis til ársloka 2001.
 
Tvennt getur haft áhrif til lækkunar stofnverðs en það er:
  • áður fenginn söluhagnaður
  • skattfrjáls eigin vinna.
Frestun um tvenn áramót
Ef íbúðarhúsnæði eða búseturéttur er seldur og seljandi hefur ekki átt íbúðina/búseturéttinn í full tvö ár er söluhagnaðurinn skattskyldur. Hafi hann keypt eða hafið byggingu íbúðarhúsnæðis á árinu getur hann óskað eftir að söluhagnaðurinn verði færður til lækkunar á stofnverði þess. Þetta á við um íbúðarhúsnæði hér á landi, á EES svæðinu, í aðildarríkjum Fríverslunarsamtaka Evrópu og í Færeyjum.  Hafi ekki verið keypt eða hafin bygging á öðru íbúðarhúsnæði er hægt að óska eftir frestun á skattlagningu söluhagnaðar um tvenn áramót frá söludegi.
 
Sé keypt eða hafin bygging á nýju íbúðarhúsnæði, í síðasta lagi á öðru ári eftir söluár, er söluhagnaðurinn ekki skattlagður en færist til lækkunar á stofnverði nýrrar íbúðar. Sé stofnverð nýju eignarinnar lægra en sem nemur fjárhæð söluhagnaðar færist mismunur sem fjármagnstekjur á kaupári nýju eignarinnar. Ef eignar er ekki aflað innan tilskilins tíma færist söluhagnaðurinn með skattskyldum fjármagnstekjum á öðru ári eftir að hann myndaðist.

 

Fara efst á síðuna ⇑