FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2016
7.10.5 Vistun aldraðra eða öryrkja
Greiðslur vegna vistunar aldraðra eða öryrkja í heimahúsum teljast að fullu til skattskyldra tekna, en á móti er heimilt að færa sannanlegan kostnað sem af vistuninni leiðir. Þegar ekki er um að ræða beinan atvinnurekstur, má í stað þess að leggja fram sundurliðaðan kostnað, færa frádrátt sem nemur tvöföldum ellilífeyri (grunnlífeyri). Fjárhæð þessi nam á síðastliðnu ári 872.088 kr. eða 2.389 kr. á dag.
Gera skal grein fyrir greiðslunum í lið 2.3. á framtali og frádrætti í lið 2.6, reit 157 samkvæmt greinargerð. Ef skilað er pappírsframtali þarf að fylgja greinargerð um tekjur og frádrátt.
Framangreind regla á ekki við ef um er að ræða atvinnurekstur. Þá skal telja greiðslur til tekna sem rekstrartekjur og rekstrarkostnað til frádráttar eftir almennum reglum þar um.
Framangreind regla á ekki við ef um er að ræða atvinnurekstur. Þá skal telja greiðslur til tekna sem rekstrartekjur og rekstrarkostnað til frádráttar eftir almennum reglum þar um.