Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 24.11.2024 00:12:15


Ξ Valmynd

7.11.2  Laun frá alþjóðastofnunum

Af launatekjum sem greiddar eru embættismönnum, fulltrúum og öðrum starfsmönnum sem starfa hjá alþjóðastofnunum eða ríkjasamtökum reiknast ekki tekjuskattur eða útsvar ef kveðið er á um skattfrelsi í samningum sem Ísland er aðili að. Sama á við um staðaruppbót sem greidd er vegna starfa erlendis í þjónustu hins íslenska ríkis eða vegna starfsmanna Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þeir einir teljast starfa erlendis í þessu sambandi sem eru fastráðnir, settir eða skipaðir starfsmenn við sendiráð Íslands, hjá sendiræðismönnum eða eru fastafulltrúar Íslands við alþjóðastofnanir sem Ísland er aðili að.

Laun eða staðaruppbætur skal færa í ótölusettan reit í lið 2.3. Tilgreina skal frá hvaða stofnun launin eða staðaruppbætur eru og fjárhæð þeirra. Einnig skal geta þess í kafla 1.4 á forsíðu framtals að launin séu frá alþjóðastofnun. Þessar tekjur hafa áhrif á útreikning vaxtabóta og barnabóta.

 

Fara efst á síðuna ⇑