FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2025
7.1.5.2 RSK 4.03 Rekstraryfirlit fólksbifreiðar
Rekstrarkostnað fólksbifreiðar, sem bæði er til einkanota og nýtt er í eigin atvinnurekstri, á að færa á rekstraryfirlit fólksbifreiðar RSK 4.03. Gæta þarf þess að opna eyðublaðið sem undirblað viðeigandi rekstrarblaðs.
Af þessu blaði færist gjaldfærður rekstrarkostnaður sjálfkrafa á það rekstrarblað sem notað er, sem getur verið rekstrarskýrsla RSK 4.11, landbúnaðarskýrsla RSK 4.08 eða skattframtal rekstraraðila RSK 1.04.