Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 18.1.2025 12:25:13


Ξ Valmynd

7.23  Skýrsla eiganda í lögaðila á lágskattasvæði (CFC) - RSK 4.25

Leiðbeiningar með skýrslu eiganda í lögaðila á lágskattasvæði (CFC) - RSK 4.25

Gera skal grein fyrir eignarhluta, atkvæðisrétti og mótteknum arði vegna beinnar eignarhlutdeildar. Ennfremur skal gera grein fyrir eignarhluta og atkvæðisrétti vegna óbeins eignarhalds. Sé um sérstaklega flókið eignarhald að ræða skal láta greinargerð um það fylgja.
 
Eingöngu ber að gera grein fyrir óbeinni eignaraðild þegar hún er í gegnum erlent félag. Gert er ráð fyrir því að skýrslan sé unnin út frá fyrirliggjandi upplýsingum á eyðublaði RSK 4.24.
 
Arður og áður skattlagðar tekjur
Gera skal grein fyrir mótteknum fjármunum eða úthlutuðum hagnaði á tekjuárinu í reit 418. Hafi CFC tekjur áður verið skattlagðar koma þær til frádráttar og eru fyrirfram áritaðar í reit 428, samkvæmt framtali fyrra árs. Áritaða fjárhæðin í reit 428 er uppsöfnuð heildarfjárhæð frá fyrri árum, þ.e. CFC tekjur sem búið er að skattleggja en hafa ekki áður komið til frádráttar á móti mótteknum fjármunum eða úthlutuðum hagnaði. Þessi frádráttur er summa reita 422 og 427 í skýrslu fyrra árs.
 
Jákvæður munur er færður í reit 426. Færa skal niðurstöðuna í reit 4399 á RSK 1.04. Sá flutningur er sjálfvirkur í rafrænum skilum.
 
Neikvæður munur færist í reit 427 og flyst ekki á framtal eiganda. Fjárhæðin geymist til næsta árs og verður þá árituð sem frádráttur í reit 428.
 
Útreikningur á hagnaði/tapi
Í reit 421 skal færa hlutdeild eiganda í rekstrarafkomu lögaðilans, sbr. reit 415 á eyðublaði RSK 4.24. Þegar fundin er hlutdeild í hagnaðinum/tapinu skal byggja á eignarhlutdeild, en ekki atkvæðisrétti eða stýrðum hluta, sbr. reiti 401 og 407 á RSK 4.24.
 
Tap CFC félagsins frá fyrri árum er áritað í reit 429, samkvæmt reit 423 í skýrslu fyrra árs.
 
Jákvæður munur fer í reit 422 og færist sem hlutdeild í hagnaði í reit 4399 á RSK 1.04. Er það óháð arðsúthlutun á tekjuárinu.
Neikvæður munur fer í reit 423 sem tap CFC-félagsins. Það flyst ekki á framtal, enda ekki heimilt að færa það á móti rekstrartekjum eiganda, heldur eingöngu á móti hagnaði CFC félagsins síðar. Verður það því áritað sem ónotað tap í reit 429 á næsta ári.
 
Hrein eign til færslu á skattframtal
Eiganda ber að færa hlutdeild sína í eigin fé lögaðilans til eignar í reit 5040 á RSK 1.04. Eignarhlutinn skal leiðrétta í nafnverð í reit 7090. Halda skal til haga á eyðublaðinu hlutdeild í eigin fé lögaðilans sem reiknast út frá samtölu í reit 416 eða 417 á eyðublaði RSK 4.24 eftir því sem við á.
 
CFC félög í eigu einstaklinga
Útfylling eyðublaðsins er eins og hjá lögaðilum. Reglur um hvernig færa skuli tekjur og eignir á framtal einstaklings eru frábrugðnar því sem gildir um CFC félög í eigu lögaðila.
 
Tekjur - Allar tekjur af félaginu, bæði hagnaður (reitur 422) og/eða mótteknir fjármunir (reitur 426), eru færðar í til þess gerðan reit á samræmingarblaðinu RSK 4.05. Þaðan flyst fjárhæðin í reit 62 á tekjusíðu framtals. Þessi flutningur er í sjálfvirkur í rafrænum skilum.
Til að komast hjá tvískattlagningu er arður af CFC félagi því aldrei færður inn á hlutabréfablaðið RSK 3.19.
 
Eignir - Eignarhlutur einstaklings í CFC félagi er skráður á hlutabréfablaðið RSK 3.19. Hann er jafnan skráður á kaupverði/stofnverði og færist þannig til eignar á persónuframtal, í kafla 3.6. Þessi flutningur er í sjálfvirkur í rafrænum skilum. Ef til er nafnverð er það notað í stað kaupverðs/stofnverðs.
 

 

Fara efst á síðuna ⇑