Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 18.1.2025 12:30:06


Ξ Valmynd

7.19.3  Opinberir styrkir og útreikningur frádráttar

Skattfrádráttur
Frádrátturinn er 35% af styrkhæfum kostnaði ef félagið er lítið eða meðalstórt, en 25% ef félagið er stórt. Hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti er 1.100 mkr. vegna gjaldfærðs kostnaðar ársins 2024, en þar af má telja til þeirrar fjárhæðar allt að 200 mkr. vegna aðkeyptrar rannsóknar- og þróunarvinnu. Af því leiðir að skattfrádráttur framteljanda, sem færist í reit 0988 á framtali, getur að hámarki orðið 385 milljónir króna. Þetta hámark gildir um hvert fyrirtæki, hvort sem það er eigandi að einu nýsköpunarverkefni eða fleirum.

Fengnir opinberir styrkir
Ef verkefnið nýtur opinberra styrkja takmarkast skattfrádrátturinn þannig að frádrátturinn og fengnir opinberir styrkir geta samanlagt ekki orðið hærri en tiltekið hlutfall af styrkhæfum kostnaði. Hlutfallið ræðst að stærð fyrirtækis og tegund kostnaðar. Fyrir rannsóknarverkefni er hlutfallið hærra ef niðurstöðum er dreift og þær birtar ókeypis og opinberlega.
Stærð fyrirtækis
Þróunarverkefni
Rannsóknarverkefni
Ranns./opinber birting
Lítið
45%
70%
80%
Meðalstórt
35%
60%
75%
Stórt
25%
50%
65%

Stærð fyrirtækja:

  •  Lítið fyrirtæki: Fyrirtæki sem er með færri en 50 starfsmenn og er með árlega veltu undir 10 milljónum evra og/eða efnahagsreikning undir 10 milljónum evra, sbr. I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar ESB nr. 651/2014 frá 17. júní 2014.
  • Meðalstórt fyrirtæki: Fyrirtæki sem er með á bilinu 50–250 starfsmenn og er með árlega veltu undir 50 milljónum evra og/eða efnahagsreikning undir 43 milljónum evra, sbr. I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar ESB nr. 651/2014.

  • Stórt fyrirtæki: Fyrirtæki sem er með fleiri en 250 starfsmenn, sbr. I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar ESB nr. 651/2014.

Skilgreining laga 152/2009 með tilvísun í framangreindan viðauka felur í sér að horfa þarf til allrar samstæðunnar þegar stærð fyrirtækjanna er ákvörðuð, ekki bara umsóknarfyrirtækisins (dótturfélag) hér á landi. Sjá nánar:

https://www.efta.int/media/documents/legal-texts/eea/other-legal-documents/translated-acts/icelandic/i32014R0651.pdf

Greiðsla skattfrádráttar
Skattfrádráttur kemur til lækkunar á álögðum tekjuskatti við álagningu opinberra gjalda lögaðila. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður skattfrádráttur er mismunurinn greiddur út.

 

Fara efst á síðuna ⇑