FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2025
7.22 Skýrsla lögaðila á lágskattasvæði (CFC) - RSK 4.24
Leiðbeiningar með skýrslu lögaðila á lágskattasvæði (CFC) - RSK 4.24 (RSK 4.25 í rafrænu framtali)
Skýrsla lögaðilans skal ná til allrar starfseminnar viðkomandi tekjuár. Í leiðbeiningunum er orðið “eigandi” notað um þá íslensku skattaðila sem eiga beint eða óbeint í lögaðila á lágskattasvæði (CFC-félagi). Til að fá úthlutað kennitölu fyrir CFC-félag þarf að snúa sér til fyrirtækjaskrár Skattsins og skila inn umsóknareyðublaði RSK 17.90. Nota má kennitöluna 999999-9999 ef félagið hefur ekki enn fengið íslenska kennitölu þegar þessu eyðublaði er skilað, en þá skal sækja um íslenska kennitölu hið allra fyrsta.
Skila ber ársreikningi lögaðilans með skýrslunni.
Þessi skýrsla er unnin af:
Taka skal fram hver vinnur skýrsluna, ásamt upplýsingum um hvar bókhaldsgögn eru varðveitt og hvort unnt sé að leggja þau fram óski ríkisskattstjóri eftir því.
Bein eignarhlutdeild íslenskra eigenda í lögaðila á lágskattasvæði
Hér skal skrá nafn og kennitölu eigenda vegna beinnar eignarhlutdeildar, eignarhluta í árslok, hlutfall atkvæðisréttar í árslok og hlutdeild í úthlutuðum arði (fjárhæð og hlutfall af heildararðgreiðslu til íslenskra og erlendra eigenda). Hafi eigandi keypt eða selt hlut í erlenda lögaðilanum á rekstrarárinu skal haka í viðeigandi reit og gera sérstaklega grein fyrir þeim viðskiptum í athugasemdadálki. Tilgreina skal nafn seljanda og kaupanda ásamt dagsetningu viðskiptanna og eignarhluta.
Óbein eignarhlutdeild íslenskra eigenda gegnum erlend félög
Hér skal skrá nafn og kennitölu eigenda sem eiga óbeint í hinum erlenda lögaðila í gegnum erlent félag. Með óbeinu eignarhaldi er átt við það þegar eigandi á hlut í erlendu félagi sem á hlut í lögaðila sem hefur heimilisfesti í lágskattaríki í skilningi 2. mgr. 57. gr. a laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Það telst einnig óbeint eignarhald þegar fleiri félög standa á milli eigandans og lögaðilans. Ef eignarhald er flókið er æskilegt að láta skjal fylgja með skýrslunni sem skýrir eignarhald. Tilgreina skal eignarhluta, hlutfall atkvæðisréttar og hvort breyting hafi orðið á eignarhlutdeild á árinu. Ef um slíka breytingu er að ræða skal gera grein fyrir því í athugasemdakafla í hverju breytingin fólst. Til að finna út hver eignarhlutdeild er þegar um óbeina eign er að ræða, skal margfalda eignarhluta eiganda í „millilið“ og eignarhluta milliliðar í hinum erlenda lögaðila. Dæmi: Ef íslenskur eigandi á 50% í félagi A og það félag á 50% í lögaðila sem staðsettur er á lágskattasvæði er eignarhlutdeild eigandans 25% (0,5 x 0,5 = 0,25). Sama regla á við þegar fleiri félög eru í eignakeðjunni.
Samtals eignarhluti í íslenskri eigu/stýrður hluti
Hér skal tilgreina heildareignarhlutdeild íslenskra eigenda í hinum erlenda lögaðila, beina og óbeina (samtala reita 404 og 409), þó ekki óbeina eignarhlutdeild í gegnum íslensk félög. Einnig skal gera grein fyrir samtölu atkvæðisréttar íslenskra eigenda (samtala reita 405 og 410). Tilgreina skal yfirráðahlut ef íslenskir eigendur hafa í krafti hluthafasamnings, samþykkta, umboða o.s.frv., umráð yfir hlutum sem formlega eru í eigu erlendra aðila. Í athugasemdakafla skal gera grein fyrir því á hverju umráð byggja. Hér undir teljast einnig umráð sem leiða af óbeinu eignarhaldi. Þannig telst eigandi hafa umráð yfir hinum erlenda lögaðila eigi hann helmingshlut í félagi sem á helmingshlut í þeim lögaðila sem telst heimilisfastur á lágskattasvæði, skv. 2. mgr. 57. gr. a laga nr. 90/2003, þrátt fyrir að eignarhlutdeild hans nemi 25% í því tilviki. Byggir það á því að aðilinn telst hafa umráð yfir félaginu eigi hann helmingshlut í því og telst þar af leiðandi hafa umráð yfir málefnum þess, m.a. þeim umráðum félagsins yfir hinum erlenda lögaðila sem hefur heimilisfesti í lágskattaríki. Tekið skal tillit til eigin hluta lögaðila á lágskattasvæði í þessu sambandi. Sem dæmi má nefna að ef 10% eignarhlutur er í eigu lögaðilans sjálfs nægir 45% eignarhlutdeild eigenda til þess að umráð yfir lögaðilanum teljast vera fyrir hendi.
Sundurliðun tekna
Hér skal sundurliða tekjur nákvæmlega. Annars vegar í eignatekjur, s.s. vexti, arð, söluhagnað af verðbréfum, leigutekjur o.s.frv., og hins vegar almennar rekstrartekjur, s.s. sölu á vöru eða þjónustu.
Sundurliðun gjalda
Hér skal sundurliða gjöld nákvæmlega. Annars vegar í fjármagnskostnað, s.s. vaxtakostnað, tap af sölu hlutabréfa o.s.frv., og hins vegar í annan almennan rekstrarkostnað.
Rekstrarhagnaður/tap skv. ársreikningi
Hér skal gera grein fyrir rekstrarafkomu lögaðilans í mynt skráningarlands eða aðalstarfrækslugjaldmiðli félagsins, sem á er byggt í ársreikningi. Afkomuna skal umreikna í ISK í árslok m.v. gengi þess gjaldmiðils gagnvart ISK. Hafa skal ákvæði 91. gr. tekjuskattslaga til hliðsjónar við umreikning í íslenskar krónur. Tekjur og gjöld á árinu skulu umreiknaðar í ISK á meðaltali gengis reikningsársins. Eignir, skuldir og eigið fé skulu umreiknaðar í ISK á gengi í lok árs. Mögulegur gengismunur við umreikning þennan telst hvorki til tekna eða gjalda. Ef rekstur er einungis hluta úr ári skal miða við meðaltal gengis þess tímabils. Hafi ársreikningur ekki verið gerður skal útbúa hann í samræmi við framanritað og ákvæði íslenskra laga um ársreikninga og bókhald eftir því sem við á. Ársreikning skal senda inn með skattframtali eiganda.
Skattskyldur hagnaður skv. íslenskum reglum
Hér skal leiða fram almennan hagnað hins erlenda CFC félags samkvæmt íslenskum reglum sem gilda um sambærileg félagaform. Endanleg ákvörðun skattstofns til skattlagningar hjá eiganda tekur síðan mið af skattalegri stöðu eiganda. Hafi eigandi hins erlenda lögaðila sætt skattlagningu samkvæmt reglum 57. gr. a laga nr. 90/2003 á fyrra ári, en eigandi telur að það falli nú utan reglnanna, svo sem vegna sérstakra frádráttarheimilda eða rekstrartaps, skal samt sem áður gera grein fyrir rekstrarniðurstöðu hér. Eigandi eða ráðandi aðili yfir lögaðila sem skráður er í ríki sem almennt telst lágskattaríki skal á hverju ári gera grein fyrir afkomu slíks lögaðila í framtalsskilum sínum. Hlutdeild eiganda í skattskyldum hagnaði skv. reit 415 skal færa í reit 421 á eyðublaði RSK 4.25.
Samanburður (skv. 2. mgr. 57. gr. a laga nr. 90/2003)
Í þessum kafla ber að gera grein fyrir annars vegar tekjuskatti sem greiddur var eða verður greiddur erlendis og hins vegar þeim tekjuskatti sem á hefði verið lagður skv. íslenskum lögum.
Eigið fé til skiptingar á eigendur
Færa skal bókfært eigið fé samkvæmt ársreikningi í ISK í reit 416, nema félagið sé skráð í kauphöll eða á skipulögðum tilboðsmarkaði, en þá skal miða við eigið fé á skráðu markaðsverði eftir að það hefur verið umreiknað í ISK og skrá það í reit 417.
Hér skal sundurliða tekjur nákvæmlega. Annars vegar í eignatekjur, s.s. vexti, arð, söluhagnað af verðbréfum, leigutekjur o.s.frv., og hins vegar almennar rekstrartekjur, s.s. sölu á vöru eða þjónustu.
Sundurliðun gjalda
Hér skal sundurliða gjöld nákvæmlega. Annars vegar í fjármagnskostnað, s.s. vaxtakostnað, tap af sölu hlutabréfa o.s.frv., og hins vegar í annan almennan rekstrarkostnað.
Rekstrarhagnaður/tap skv. ársreikningi
Hér skal gera grein fyrir rekstrarafkomu lögaðilans í mynt skráningarlands eða aðalstarfrækslugjaldmiðli félagsins, sem á er byggt í ársreikningi. Afkomuna skal umreikna í ISK í árslok m.v. gengi þess gjaldmiðils gagnvart ISK. Hafa skal ákvæði 91. gr. tekjuskattslaga til hliðsjónar við umreikning í íslenskar krónur. Tekjur og gjöld á árinu skulu umreiknaðar í ISK á meðaltali gengis reikningsársins. Eignir, skuldir og eigið fé skulu umreiknaðar í ISK á gengi í lok árs. Mögulegur gengismunur við umreikning þennan telst hvorki til tekna eða gjalda. Ef rekstur er einungis hluta úr ári skal miða við meðaltal gengis þess tímabils. Hafi ársreikningur ekki verið gerður skal útbúa hann í samræmi við framanritað og ákvæði íslenskra laga um ársreikninga og bókhald eftir því sem við á. Ársreikning skal senda inn með skattframtali eiganda.
Skattskyldur hagnaður skv. íslenskum reglum
Hér skal leiða fram almennan hagnað hins erlenda CFC félags samkvæmt íslenskum reglum sem gilda um sambærileg félagaform. Endanleg ákvörðun skattstofns til skattlagningar hjá eiganda tekur síðan mið af skattalegri stöðu eiganda. Hafi eigandi hins erlenda lögaðila sætt skattlagningu samkvæmt reglum 57. gr. a laga nr. 90/2003 á fyrra ári, en eigandi telur að það falli nú utan reglnanna, svo sem vegna sérstakra frádráttarheimilda eða rekstrartaps, skal samt sem áður gera grein fyrir rekstrarniðurstöðu hér. Eigandi eða ráðandi aðili yfir lögaðila sem skráður er í ríki sem almennt telst lágskattaríki skal á hverju ári gera grein fyrir afkomu slíks lögaðila í framtalsskilum sínum. Hlutdeild eiganda í skattskyldum hagnaði skv. reit 415 skal færa í reit 421 á eyðublaði RSK 4.25.
Samanburður (skv. 2. mgr. 57. gr. a laga nr. 90/2003)
Í þessum kafla ber að gera grein fyrir annars vegar tekjuskatti sem greiddur var eða verður greiddur erlendis og hins vegar þeim tekjuskatti sem á hefði verið lagður skv. íslenskum lögum.
Eigið fé til skiptingar á eigendur
Færa skal bókfært eigið fé samkvæmt ársreikningi í ISK í reit 416, nema félagið sé skráð í kauphöll eða á skipulögðum tilboðsmarkaði, en þá skal miða við eigið fé á skráðu markaðsverði eftir að það hefur verið umreiknað í ISK og skrá það í reit 417.