Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 18.1.2025 12:32:14


Ξ Valmynd

7.3.2  Frádráttur frá dagpeningum erlendis

Frádráttur frá dagpeningum erlendis, tekjuárið 2024:
 
Flokkur 1:
Moskva, Singapúr, New York borg, Tókýó, Washington DC
  Almennir dagpeningar Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa
    Gisting Annað Gisting Annað
Janúar - Desember SDR 208 125 133 80

Flokkur 2:
Dublin, Istanbúl, Japan (nema Tókýó), London, Lúxemborg, Mexíkóborg, Seúl
   Gisting Annað Gisting Annað
Janúar - Desember SDR 177 106 113 67

Flokkur 3:
Amsterdam, Aþena, Bandaríkin (nema New York borg og Washington DC), Helsinki, Barselóna, Brussel, Genf, Hong Kong, Kanada, Kaupmannahöfn, Madrid, Osló, París, Róm, Stokkhólmur, Vín
   Gisting Annað Gisting Annað
Janúar - Desember SDR 156 94 100 60

Flokkur 4:
Aðrir staðir
   Gisting Annað Gisting Annað
Janúar - Desember SDR 139 83 89 54
 

Mat ríkisskattstjóra á leyfilegum frádrætti frá greiddum dagpeningum vegna ferða launamanns erlendis á vegum launagreiðanda síns miðast að hámarki við reglur ferðakostnaðarnefndar ríkisins um greiðslu dagpeninga eins og þær eru hverju sinni. Á þetta bæði við um greiðslu almennra dagpeninga og dagpeninga vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa. Heimill frádráttur miðast við SDR reiknieiningar. Gengi má finna á www.sedlabanki.is.

Í dálka 4 og 5 skal færa dagpeningana í íslenskum krónum og skal miða við gengi í lok ferðar. Hafi gisting launamanns verið greidd samkvæmt reikningi er honum einungis heimilt að draga fjárhæð samsvarandi „Annað“ frá fengnum dagpeningum. Samtölu úr dálki 4 skal færa í lið 2.2 á framtali (reit 23) og samtölu úr dálki 5 í lið 2.6 á framtali (reit 33). Frádráttur má aldrei vera hærri en fengnum dagpeningum nemur.

Ef launamaður hefur fengið greidda hærri dagpeninga en samkvæmt ákvörðun ferðakostnaðarnefndar ríkisins telst það sem umfram er til skattskyldra tekna.
 
Almennir dagpeningar - þrjár vikur eða lengur
Samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar ríkisins eru greiddir óskertir dagpeningar ef dvalist er skemur en þrjár vikur á sama stað. Í slíkum tilvikum skal því draga frá fulla almenna dagpeninga.
Sé dvalist þrjár vikur eða lengur á sama stað breytast greiðslur samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar ríkisins og þar með leyfilegur frádráttur þannig að heimilt er að færa fulla dagpeninga til frádráttar fyrstu vikuna en eftir það lækkar fjárhæðin og verður sú sama og dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa, þ.e. 65% af almennum dagpeningafjárhæðum.
 
Þjálfun, nám eða eftirlitsstörf í þrjá mánuði eða lengur
Fari dvöl erlendis vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa fram úr þremur mánuðum skal frádráttur á móti dagpeningum lækka um 25% þann tíma sem dvalist er erlendis umfram þrjá mánuði.
 
Vinna erlendis
Sé dvöl launamanns erlendis vegna tímabundinna starfa þar á vegum íslensks launagreiðanda, eiga reglur um frádrátt á móti dagpeningum vegna ferðalaga ekki við. Honum er þá heimilt að draga frá sérgreindum greiðslum, sem hann kann að hafa fengið vegna uppihalds í allt að eitt ár, fjárhæð sem hæst getur orðið 30 SDR á dag. Skiptir ekki máli í þessu sambandi þótt launamaður komi í stuttar heimsóknir hingað til lands á umræddu tímabili.
 

 

 

Fara efst á síðuna ⇑