Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 10.5.2024 02:27:31


Ξ Valmynd

1.4.2  Kæra til úrskurðarnefndar


Heimilt er að kæra ákvörðun um fjárhæð leiðréttingarinnar, þ.e. útreikning hennar, forsendur frádráttarliða og framkvæmd, til sérstakrar úrskurðarnefndar sem ráðherra skipar. Þetta er gert á þjónustuvef leiðréttingarinnar (www.leidretting.is) þar sem niðurstaða í þínu máli er birt. Einnig er hægt að kæra endurupptöku ríkisskattstjóra til nefndarinnar.

Kærufrestur er þrír mánuðir frá þeim tíma sem unnt er að samþykkja niðurstöðu leiðréttingarinnar. Slík kæra frestar framkvæmd leiðréttingarinnar.  Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir á stjórnsýslustigi.

Nánari upplýsingar um athugasemdir og kærur er að finna í 3. gr. reglugerðar nr. 990/2014, um breyting á reglugerð nr. 698/2014, um samræmt verklag og viðmið við leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána.

 

Fara efst á síðuna ⇑