Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 11.12.2023 06:33:42


Ξ Valmynd

1.4.1  Athugasemdir til rÝkisskattstjˇra

Hægt er að gera athugasemdir við útreikning á leiðréttingu ef hann er byggður á röngum upplýsingum um lán, heimili og frádráttarliði. Þetta er gert á þjónustuvef leiðréttingarinnar (www.leidretting.is) þar sem niðurstaða í þínu máli er birt.
  • Lán
    Ef þú telur að upplýsingar um lán sem útreikningurinn byggist á séu ekki réttar þá getur þú gert athugasemdir við einstök lán eða bætt við verðtryggðu fasteignaveðláni.

  • Heimili
    Ef þú telur að upplýsingar um forsendu- eða umsóknarheimili þitt séu ekki réttar þá getur þú gert athugasemdir við þau.

  • Frádráttarliðir
    Ef þú telur að upplýsingar um einstaka liði sem koma til frádráttar útreikningaðri leiðréttingu séu ekki réttar þá getur þú gert athugasemdir við þá.

Ákörðun ríkisskattstjóra um að hafna athugasemd er endanleg ákvörðun á stjórnsýslustigi.

 

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑