Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 26.4.2024 09:47:33


Ξ Valmynd

3.1.8  Hvernig les ég śr töflunni yfir greišsluflęši lįns?

Í töflunni yfir greiðsluflæði hvers láns eru upplýsingar um stöðu láns miðað við hvern gjalddaga þess. Reiknuð er leiðrétting fyrir hvern gjalddaga og eins fyrir stöðu lánsins í lok ársins 2009. Ef lánið var greitt upp á árunum 2008 eða 2009 er reiknuð leiðrétting á stöðu þess á uppgreiðsludegi. Sama á við ef lánið var ekki til staðar lengur í lok árs 2009, t.d. af því að það hafði verið yfirtekið af öðrum, þá reiknast leiðrétting á stöðu þess þegar breytingin varð.

Athugið að þriðji dálkur í töflunni sýnir stöðu lánsins án verðbóta á hverjum tíma, en verðbæturnar koma fram í áttunda dálki. Eftirstöðvar láns í lok tímabils samkvæmt þriðja dálki í töflunni eru því ekki sama fjárhæð og eftirstöðvar lánsins samkvæmt umsókn um leiðréttingu á því.

 

Fara efst į sķšuna ⇑