Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 20.4.2024 00:00:09


Ξ Valmynd

3.4.10  Er sérstakur persónuafslįttur greiddur śt?

Nei sérstakur persónuafsláttur er nýttur á móti álögðum tekjuskatti, útsvari og fjármagnstekjuskatti til viðbótar við almennan persónuafslátt. Sá hluti sérstaks persónuafsláttar sem kann að vera umfram reiknaða skatta kemur til útborgunar án verðbóta að því marki sem nemur greiddri staðgreiðslu af tekjuskatti og útsvari og eftir atvikum fjármagnstekjuskatti og að teknu tilliti til almennrar skuldajöfnunar samkvæmt 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

Sérstakur persónuafsláttur er millifæranlegur á milli samskattaðra hjóna og sambúðarfólks á álagningarári í samræmi við almennar reglur um millifærslu persónuafsláttar.

Nýtist sérstakur persónuafsláttur ekki með framangreindum hætti á viðkomandi álagningarári yfirfærist það sem ónýtt er til næsta árs allt þar til ráðstöfunartímabilinu lýkur, þ.e. á milli álagningaráranna 2015 til 2018. Ef þá stendur eftir eitthvað ónýtt fellur það niður.

 

Fara efst į sķšuna ⇑