Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 26.4.2024 10:43:40


Ξ Valmynd

3.4.3  Skiptir mįli hver er skrįšur fyrir lįni?

Leiðréttingin tekur til heimila, þ.e. einhleypinga, hjóna/sambúðarfólks og einstaklinga sem eiga íbúðarhúsnæði í sameign án þess að uppfylla skilyrði til að telja fram saman. Hjá þeim sem uppfylltu skilyrði til samsköttunar á árunum 2008 og 2009 (leiðréttingartímabilinu) skiptir ekki máli hvor var skráður fyrir lánunum. Þannig getur sambúðaraðili átt rétt á leiðréttingu á fasteignaveðláni sem maki er skráður fyrir. Ráðstöfun leiðréttingarinnar fer inn á lán á fremsta veðrétti á núverandi eign hjóna/sambúðarfólks. Skiptir ekki máli hvort hjóna/sambúðaraðila er skráð fyrir láni.
 
Ef um er að ræða fleiri en einn einhleyping sem halda heimili saman byggist útreikningur leiðréttingar á stöðu beggja/allra eigenda íbúðarhúsnæðisins. Við þessar aðstæður er leiðréttingunni einungis ráðstafað inn á lán sem hver eigandi fyrir sig er skráður fyrir.

 

Fara efst į sķšuna ⇑