Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 26.4.2024 11:24:31


Ξ Valmynd

3.4.2  Hvernig er rįšstöfunin ef ég skulda ekki lengur fasteignavešlįn?

Ef ekkert lán er lengur fyrir hendi, t.d. af því að þú átt ekki lengur fasteign, eða öll lán eru uppgreidd, þá gengur leiðréttingin inn á lán sem tryggð eru með lánsveði, ef þau eru fyrir hendi, en annars myndar leiðréttingin, eða það sem eftir stendur af henni, sérstakan persónuafslátt sem nýtist við álagningu opinberra gjalda á næstu fjórum árum, í fyrsta skipti gjaldárið 2015.

Ef þú ert búin/n að selja þá fasteign sem lánin sem þú sóttir um leiðréttingu á hvíldu á, og hefur keypt þér nýja þá gengur leiðréttingin inn á lán á fyrsta veðrétti á nýju fasteigninni. Leiðréttingunni er þannig ráðstafað inn á lán á þeirri fasteign sem þú átt á því tímamarki sem þú samþykkir niðurstöðu útreikninganna, ef eitthvað lán er þá áhvílandi á eigninni.

 

Fara efst į sķšuna ⇑