Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 14.8.2022 03:01:12


Ξ Valmynd

3.4.1  Hvernig veršur leišréttingunni rįšstafaš?

Samþykktri leiðréttingu er fyrst ráðstafað inn á fasteignaveðkröfur sem glatað hafa veðtryggingu í kjölfar nauðungarsölu. Ef leiðréttingarjárhæð er hærri en 200.000 kr. á heimili er henni næst ráðstafað inn á fasteignaveðlán eftir veðröð. 

Leiðréttingin gengur fyrst inn á lán sem nú hvílir á fyrsta veðrétti á fasteign þinni. Þetta gengur þannig fyrir sig að láninu er skipt upp í frumhluta og leiðréttingarhluta. Ríkissjóður greiðir leiðréttingarhlutann samkvæmt samkomulagi við lánveitendur en skuldari greiðir áfram frumhluta lánsins.  

Ef eftirstöðvar láns á fyrsta veðrétti eru lægri en ákvörðuð leiðrétting þá gengur það sem eftir stendur til greiðslu inn á lán á öðrum veðrétti, og svo koll af kolli þangað til leiðréttingarfjárhæð er náð eða frumhluti láns tæmist. 

Ef engum veðlánum er fyrir að fara þá myndar leiðréttingin sérstakan persónuafslátt, sbr. nánar í kafla 1.5.  

 

Fara efst į sķšuna ⇑