Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 20.4.2024 01:52:01


Ξ Valmynd

3.2.1  Hvaša lišir koma til frįdrįttar?

Frá útreiknaðri leiðréttingu dregst samtala hlutdeildar einstaklings í niðurfellingu vegna fasteignaveðlána sem hafa glatað veðtryggingu í kjölfar nauðungarsölu, eða annarrar ráðstöfunar eignar, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 35/2014.* Sömuleiðis niðurfelling veðkrafna í kjölfar afmáningar fasteignaveðkrafna, niðurfelling fasteignaveðkrafna sem mælt er fyrir um í samningi um sértæka skuldaaðlögun, lækkun skulda samkvæmt samkomulagi lánveitenda á íbúðalánamarkaði um verklagsreglur í þágu yfirveðsettra heimila (110% leiðin), niðurfelling fasteignaveðkrafna í kjölfar greiðsluaðlögunar, niðurfelling fasteignaveðkrafna á grundvelli tímabundinna úrræða einstaklinga sem áttu tvær fasteignir til heimilisnota, sérstök vaxtaniðurgreiðsla og ákvarðaðar lánsveðsvaxtabætur. 

Sama gildir um aðra almenna lækkun eða niðurfelling fasteignaveðkrafna sem framkvæmd var frá og með 1. janúar 2008 og var sambærileg sértækri skuldaaðlögun og/eða 110% leiðinni, ef eftirgjöf skuldanna taldist ekki til skattskyldra tekna skuldara. 

* Texti var leiðréttur 18. mars 2015. 

Sjá nánar lista yfir frádráttarliðina

 

Fara efst į sķšuna ⇑