Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 26.9.2023 22:10:41


Ξ Valmynd

3.1.7  Ég į ekki lengur maka, hvernig er śtreikningurinn žį?

Ef þú tilheyrðir heimili og áttir eign með fyrrverandi maka einhvern tímann á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2009 tekur útreikningur á leiðréttingunni mið af þeim lánum sem þið skulduðuð samkvæmt skattframtölum 2009 og 2010 og færð voru í kafla 5.2 í þeim.  Ákvörðuð leiðréttingarfjárhæð skiptist því á milli ykkar.

Það skiptir ekki máli hvort þú skuldar lánið í dag eða ekki. Ef lán hefur verið greitt upp og þú ert með annað fasteignaveðlán í dag fer leiðréttingin þín inná nýja lánið. Ef þú skuldar ekki lengur fasteignaveðlán þá tilkynnir ríkisskattstjóri þér um sérstakan persónuafslátt sem nýttur verður við álagningu skatta á næstu fjórum árum.

 

Fara efst į sķšuna ⇑