Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 29.3.2024 07:32:48


Ξ Valmynd

3.1.5  Skiptir hjśskaparstaša mįli viš śtreikninginn?

Já hjúskaparstaða þín skiptir máli við útreikninginn.

Ef engar breytingar hafa orðið á hjúskaparstöðu þinni og þíns maka, hvorki á árunum 2008 eða 2009, né eftir það, og þú átt ekki íbúðarhúsnæðið sem um ræðir með öðrum en maka þá myndið þið tvö það heimili sem fær sameiginlega útreiknaða niðurstöðu um leiðréttinguna.
 
Ef annað ykkar eða bæði voruð í hjónabandi/sambúð með öðrum einstaklingi á árunum 2008 og/eða 2009 er tekið tillit til þess og þá verður ekki endilega sama niðurstaða hjá ykkur báðum.
 
Ef breytingar urðu á hjúskaparstöðu/sambúð annað hvort á þeim tíma sem leiðréttingin er reiknuð fyrir, þ.e. á árunum 2008 og/eða 2009, eða síðar, þá tekur útreikningur á leiðréttingu mið af því. Við þessar aðstæður birtast hjá þér þau heimili sem þú tilheyrðir á hverjum tíma og nöfn heimilismanna. Útreikningur á leiðréttingu miðast við stöðu hvers heimilis á hverjum tíma.

 

Fara efst į sķšuna ⇑