Leišbeiningar um rafręn skil, sótt 14.8.2022 04:15:49


Ξ Valmynd

3.1.4  Hvaša skuldir eru meštaldar ķ leišréttingunni?

Leiðréttingin nær til verðtryggðra fasteignaveðlána sem nýtt voru til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota og voru til staðar einhvern tímann á árunum 2008 og 2009. Lánin þurfa að uppfylla skilyrði til að vaxtagjöld af þeim myndi stofn til útreiknings á vaxtabótum og þar með að þau hafi verið færð í kafla 5.2 í skattframtölum 2009 og 2010.
 
Jafnframt komu til álita við leiðréttinguna lán sem tekin voru til endurbóta á íbúðarhúsnæði til eigin nota þótt þau uppfylli ekki skilyrði um vaxtabætur. Óska þurfti sérstaklega eftir að þessi lán yrðu meðtalin við leiðréttinguna og eftir atvikum leggja fram gögn og upplýsingar um ráðstöfun lánanna. Önnur lán eru ekki meðtalin við útreikninga á leiðréttingunni.

 

Fara efst į sķšuna ⇑