Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 10.5.2024 12:23:29


Ξ Valmynd

1.6  Samþykki

Niðurstaða leiðréttingarinnar er samþykkt með rafrænni undirritun á þjónustuvefnum (www.leidretting.is). Eftir að hafa skráð sig inn er valinn hnappurinn „Skoða útreikning“. Þá opnast samþykktarsíðurnar. Samþykkja þarf skilmála sem þar eru birtir og smella síðan á hnappinn „Hefja samþykktarferli“. Eftir að hafa yfirfarið niðurstöðuna þarf að smella á „Samþykkja“. Eftir að hafa undirritað með farsíma eða korti kemur kvittun á skjáinn. Athugið að samþykktarferlinu er ekki lokið fyrr en þessi kvittun birtist á skjánum.

Ef um hjón/sambúðarfólk er að ræða og engar breytingar hafa orðið á hjúskaparstöðu frá 1. janúar 2008 til samþykktardags birtist niðurstaðan sameiginlega fyrir báða aðila og þá nægir að annar þeirra undirriti niðurstöðuna rafrænt. Hjá öðrum birtist niðurstaðan fyrir hvern og einn og þá þarf hver um sig að undirrita rafrænt.

Tímamörk samþykktar
Frestur til að samþykkja útreikning og ráðstöfunina er þrír mánuðir frá því að samþykktarferlið opnar, eða þrír mánuðir frá því að niðurstaða í máli hvers og eins var birt, sé það síðar. Ef ekki er samþykkt innan þessara 3ja mánaða fellur réttur til leiðréttingar niður.

 

Fara efst á síðuna ⇑