Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 3.3.2024 03:38:16


Ξ Valmynd

1.5  Rß­st÷fun

Ráðstöfun inn á veðlán
Samþykkt leiðrétting er fyrst greidd inn á fasteignaveðkröfur sem glatað hafa veðtryggingu í kjölfar nauðungarsölu. Næst greiðist leiðréttingarfjárhæðin, ef hún er hærri en 200.000 krónur á heimili, inn á fasteignaveðlán eftir veðröð. Leiðréttingin gengur fyrst inn á lán sem nú hvílir á fremsta veðrétti á fasteign viðkomandi við samþykkt á niðurstöðunni. Þetta gengur þannig fyrir sig að láninu er skipt upp í frumhluta og leiðréttingarhluta. Ríkissjóður greiðir leiðréttingarhlutann samkvæmt samkomulagi við lánveitendur en skuldari greiðir áfram frumhluta lánsins. 

Ef eftirstöðvar láns á fremsta veðrétti eru lægri en ákvörðuð leiðrétting þá gengur það sem eftir stendur til greiðslu inn á lán á næsta veðrétti, og svo koll af kolli þangað til leiðréttingarfjárhæð er náð eða frumhluti láns tæmist. 

Ef ekkert lán er lengur fyrir hendi, t.d. af því að viðkomandi á ekki lengur húsnæði, eða öll lán eru uppgreidd, þá gengur leiðréttingin inn á lán sem tryggð eru með lánsveði, ef þau eru fyrir hendi, en annars myndar leiðréttingin, eða það sem eftir stendur af henni, sérstakan persónuafslátt sem nýtist við álagningu opinberra gjalda á næstu fjórum árum, í fyrsta skipti gjaldárið 2015.

Ráðstöfun sem sérstakur persónuafsláttur
Ef ákvörðuð leiðrétting gengur ekki inn á fasteignaveðlán, eða er 200.000 kr. eða lægri, þá myndar hún sérstakan persónuafslátt.

Þessi persónuafsláttur skiptist á fjögur ár og nýtist við álagningu opinberra gjalda á árunum 2015 til og með 2018. Honum er bætt við almennan persónuafslátt og er nýttur á móti álögðum tekjuskatti, útsvari og fjármagnstekjuskatti. Sérstakur persónuafsláttur er millifæranlegur á milli samskattaðra hjóna og sambúðarfólks á álagningarári í samræmi við almennar reglur um millifærslu persónuafsláttar.

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑