Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 3.3.2024 02:16:29


Ξ Valmynd

1.3.5  Grei­sluflŠ­i

Á þjónustuvef leiðréttingarinnar (www.leidretting.is) er hægt að nálgast sundurliðaðan útreikning á leiðréttingu fyrir hvert lán um sig. Er þar birt tafla yfir greiðsluflæði hvers láns um sig á árunum 2008 og 2009. Þar koma fram allir gjalddagar lánsins og það sem greitt var af því. Mismunurinn á greiddum verðbótum og leiðréttum verðbótum kemur einnig fram.

Neðst í töflunni birtist fjárhæð leiðréttra verðbóta á höfuðstól lánsins eins og hann stóð í lok árs 2009, eða á hverjum tíma innan þessara ára ef lánið var greitt upp, greiddar voru aukaafborganir af því eða lánið var ekki lengur til staðar af öðrum orsökum eins og t.d. sölu húsnæðisins.

Samtala þessara mismunafjárhæða fyrir hvert lán er útreiknuð leiðréttingarfjárhæð lánanna. 

Dæmi
Í eftirfarandi dæmi er samtals leiðrétting lánsins 2.100.000 kr. Þar sem um er að ræða hjón/sambúðarfólk er hlutfall umsækjanda í láni 50% og er þá hans leiðréttingarfjárhæð 1.050.000 kr. Af því að lánið var ekki að öllu leyti nýtt til íbúðarkaupa þá lækkar útreiknuð leiðrétting sem því nemur og verður í þessu dæmi 70%. Samtals útreiknuð leiðrétting umsækjanda vegna þessa láns er því 735.000 kr.


 

Fara efst ß sÝ­una ⇑