Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 27.4.2024 15:52:49


Ξ Valmynd

1.7.2  Einkaskilríki

Þeir sem ekki geta nýtt sér rafræn skilríki á farsíma eða debetkorti geta fengið svokölluð einkaskilríki. 

Einkaskilríkin eru án endurgjalds ef sótt er um þau á vefsíðu leiðréttingarinnar (www.leidretting.is), og gilda þau í 6 mánuði frá útgáfudegi.  Til að nálgast umsóknarformið skal
  1. Opna útreikninginn og smella á hnappinn "Opna samþykktarsíðu"
  2. Smella á tengilinn "upplýsingar fyrir þá sem hafa ekki rafræn skilríki"
  3. Umsóknarformið er að finna undir "rafræn skilríki á einkakorti"
Þegar sótt er um einkaskilríki þarf að gefa upp hjá hvaða útibúi banka og sparisjóða þú kýst að skilríkin verði afhent. Skráningarfulltrúi útibúsins virkjar skilríkin og afhendir þér þau gegn framvísun persónuskilríkja (vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini með mynd).

 

Fara efst á síðuna ⇑