Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 3.3.2024 03:48:37


Ξ Valmynd

1.7.1  RafrŠn skilrÝki ß sÝma e­a korti

Rafræn skilríki á farsíma
Rafræn skilríki á farsíma virka í nær öllum tegundum síma, hvort sem það er snjallsími eða eldri farsími.  Skilríkið er vistað á SIM-kort símans þíns. Til þess að nota það þarf einungis farsíma, engin önnur tæki. Þú velur PIN númer sem þú stimplar inn í símann í hvert sinn sem þú notar rafræna skilríkið þitt. 

Nánari upplýsingar er að finna á vef ríkisskattstjóra. Þar er m.a. hægt að skoða kynningarmyndband um rafræn skilríki á farsímaog athuga hvort SIM-kort símans styður rafræn skilríki.  Sjá nánar á rsk.is/skilriki


Rafræn skilríki á korti
Þú getur notað rafræn skilríki á debetkort eða fengið þér svokölluð einkaskilríki.  Til að nota rafræn skilríki á korti þarft þú kortalesara og sérstakan hugbúnað á tölvuna.  Sjá nánar á rsk.is/skilriki

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑